Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 27. mars 2021 14:43
Hafliði Breiðfjörð
Jerevan í Armeníu
4000 áhorfendur leyfðir í Armeníu - Kári og Albert á hættusvæði
Icelandair
Frá æfingu Íslands í morgun.
Frá æfingu Íslands í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland æfði á keppnisvellinum í Armeníu í dag en framundan er leikur gegn heimamönnum í undankeppni HM 2022 sem hefst 16:00 á morgun.

Æfingin í morgun fór fram við verulega snjókomu svo völlurinn var skjannahvítur og bættist stöðugt i. Þetta verða að teljast skrítnar aðstæður og þá sér í lagi í landi sem er svo sunnarlega á hnettinum, með landamæri að Íran.

Leikurinn á morgun er annar leikur Íslands í undankeppninni en leikið var fyrir luktum dyrum í Duisburg í Þýskalandi á föstudaginn.

Allt annað verður uppi á teningnum í þetta sinn því það verða 4000 áhorfendur á leiknum. UFEA leyfir 30% nýtingu vallarins en svo veltur það á aðgerðum ríkisins í hverju landi fyrir sig hvort áhorfendur megi vera á leikjum. Það má hér í landi.

Af íslenska liðinu er það annars að frétta að allir leikmenn æfðu á æfingunni í morgun og eru klárir í leikinn. Þó eru tveir leikmenn á hættusvæði því í undankeppni HM þýða 2 gul spjöld leikbann. Kári Árnason og Albert Guðmundsson eru á gulu spjaldi.
Athugasemdir
banner
banner
banner