Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. mars 2021 15:10
Elvar Geir Magnússon
Albanskur dómari dæmir Armenía - Ísland
Icelandair
Enea Jorgji.
Enea Jorgji.
Mynd: Getty Images
Það verður albanskur dómari sem heldur um flautuna á leik Armeníu og Íslands í undankeppni HM á morgun.

Enea Jorgji heitir sá dómari og er 36 ára. Hann á þrjá Evrópudeildarleiki á ferlinum og þrjá leiki í undankeppni Meistaradeildarinnar.

Hann hefur ekki klifið hátt á listum FIFA en þess má geta að hann hefur einu sinni dæmd íslenskan landsleik. Það var U17 landsleikur gegn Rússlandi í milliriðli fyrir EM sem fram fór 2011.

Rússar unnu 2-0 í leik þar sem Hjörtur Hermannsson var með fyrirliðaband Íslands. Tveir leikmenn íslenska liðsins fengu að líta rauða spjaldið; Oliver Sigurjónsson og Sindri Snæfells Kristinsson.

Allir dómarar leiksins koma frá Albaníu en þess má geta að ekki er VAR-myndbandsdómgæsla í undankeppninni.

Leikur Armeníu og Íslands verður klukkan 16:00 á morgun en klukkan 13:00 er U21 landsleikur Íslands og Danmerkur. Dómarinn í þeim leik kemur frá Sviss og heitir Sandro Schärer.
Athugasemdir
banner
banner
banner