Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 27. mars 2021 12:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Allir klárir hjá U21 - „Það kemur í ljós á morgun"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarliðið frá því á fimmtudag
Byrjunarliðið frá því á fimmtudag
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hér að neðan má sjá svör Davíðs Snorri Jónassonar, þjálfari U21 árs landsliðsins, frá blaðamannafundi í morgun. Davíð var spurður út í leikinn gegn Rússlandi á fimmtudag og leikinn á móti Danmörku á morgun.

Ísland þarf að ná í úrslit á morgun til að eiga möguleika á að fara áfram úr riðli sínu á lokamótinu.

Hvernig er staðan á hópnum, eru einhver meiðsli?

„Nei, það eru engin meiðli eins og staðan er. Við erum bara í endurheimt, nýta daginn vel til að klára hreinsa okkur.“

Leikurinn við Rússa, hvað sérðu núna tveimur dögum eftir leik að hefði mátt fara betur?

„Eftir að hafa horft á leikinn aftur þá auðvitað eru ákveðnir hlutir sem við viljum gera betur. Það eru sérstaklega þessar síðustu fimm mínútur undir lok fyrri hálfleiks þar sem við missum aðeins tökin og það drepur leikinn í rauninni. Við erum að fara í gegnum það og svo eru nokkrir hlutir, grunnatriði sem við viljum halda áfram að vinna með og taka fleiri skref áfram með.“

Finnst þér þú þurfa að breyta taktíkinni eða einhverjum hlutverkum í liðinu fyrir morgundaginn?

„Nei, það eru alltaf einhverjir hlutir inn í liðum en aðallega snýst þetta um að við erum með góðan grunn. Við þurfum að nýta allar mínútur í að verða betri og það mun alltaf skila okkur í betri frammistöðu sem getur leitt til betri úrslita.“

Finnst þér líkindi milli Rússa og Dana?

„Auðvitað er þetta ekki sama lið, við þurfum fyrst og fremst að klára okkar, hvaða svæðum þarf að loka. Vissulega sjáum við að Danirnir leita í svipuð svæði og einhver líkindi þar. Varnarleikurinn er ekki eins en þetta snýst fyrst og fremst um það að við klárum okkar hluti vel.“

Henrik frá danska sjónvarpinu var með á fundinum og var komið að honum að spyrja. Davíð grínaðist með að danskan sín væri í lagi en þegar Henrik gerði sig líklegan þá dró Davíð úr því og var í kjölfarið spurður á ensku.

Hefuru unnið með leikmönnum í fótbolta hliðinni eftir tapið gegn Rússum eða líka andlegu hliðinni eftir vonbrigðin?

„Fyrst og fremst er góður liðsandi í liðinu. Við vinnum saman sem lið og töpum saman sem lið. Ég hef verið mjög ánægður með nálgun leikmanna. Þú getur alltaf stýrt hugarfarinu og okkar hugarfar núna er mjög gott. Við höfum unnið að því að bæta okkar leik. Við horfum á Danina, hvernig þeir spila en þetta snýst að lokum um hvað við gerum með og án bolta. Svo snýst þetta um endurheimt.“

Hvernig eru styrkleikar danska liðsins?

„Mér finnst skipulagið mjög gott, liðið er skipulagt og ákveðið samþykki hvernig skal spila leikinn. Ef við horfum á undankeppnina þá sést að leikmenn vinna saman og liðið nær í úrslit úr erfiðum stöðum. Þetta er mjög gott lið sem þekkir sýna styrkleika.“

Þið þurfið úrslit á morgun, hvernig ætlar íslenska liðið að gera það?

„Aftur, við þurfum að spila okkar leik eins vel og við getum. Við verðum mjög vel undirbúnir og komum með gott hugarfar inn í leikinn. Við höfum trú og förum með sjálfstraust inn í verkefnið.“

Það spila nokkrir leikmenn í íslenska liðinu og því danska í dönsku deildinni. Er það eitthvað sem getur nýst liðinu á morgun?

„Við einbeitum okkur að mestu á okkur sjálfa. Það er alltaf gott að vita um styrkleika og veikleika einstaklinganna. Einbeitingin verður á liðsframmistöðu,“ sagði Davíð og lofaði að bæta sig í dönskunni.

Lokaspurningin, sérðu fram á að gera breytingu á byrjunarliðinu?

„Þetta eru þrír leikir, það geta alltaf orðið breytingar. Það kemur í ljós á morgun,“ sagði Davíð.

Annað úr svörum Davíðs:
Davíð ekki séð færslu Mikaels - Tekur henni ekki eins og skoti á sig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner