Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. mars 2021 17:15
Arnar Laufdal Arnarsson
Andstæðingar U21 - Danir með öflugt lið
Sigruðu Frakka 1-0 í fyrsta leik
Danir fagna marki.
Danir fagna marki.
Mynd: Getty Images
Albert Capellas þjálfari Dana.
Albert Capellas þjálfari Dana.
Mynd: NordicPhotos
Jesper Lindström
Jesper Lindström
Mynd: Getty Images
U21 landslið karla hefur leik í lokakeppni EM á fimmtudag þegar það mæti Rússum. Ungstirnin skoða andstæðinga Íslands og hér að neðan má sjá kynningu á liði Danmerkur.

Undankeppnin
Danska liðið átti frábæra undankeppni og fór taplaust í gegnum hana og var efsta lið riðilsins. Liðið skoraði 21 mark og fengu aðeins á sig 9 mörk í 10 leikjum og enduðu þar með +12 í markatölu. Önnur lið í riðlinum voru Rúmenía, Úkraína, Finnland, Norður Írland og Malta.

Stjórinn
Spánverjinn, Albert Capellas Herms (53) er þjálfari liðsins og hefur verið undir stjórn síðan í ágúst 2019 en hann hefur einnig verið að starfa hjá liðum eins og Barcelona, Dortmund, Brondby og Vitesse á sínum þjálfaraferli.

Lykilmaður

Jesper Lindstrom
Leikmaður fæddur 2000 sem spilar sem sóknarsinnaður miðjumaður. Lindstrom hefur verið frábær með Brondby hingað til á þessari leiktíð og tölfræðin talar sínu máli þegar kemur að þessum leikmanni, 9 mörk og 9 stoðsendingar í 21 leik og er orðin stjarna heima fyrir í dönsku úrvalsdeildinni. Þetta er leikmaður með mikinn hraða og frábæra boltatækni og er stanslaust að ógna marki andstæðinga hvort það sé að búa til færi fyrir liðsfélaga sína eða búa til fyrir sjálfan sig.

Leikmenn til að fylgjast með

Victor Nelsson
Fyrirliði liðsins, fæddur árið 1998 og er leikmaður FCK í Danmörku og spilar stöðu hafsents. Hefur verið fastamaður í U-21 árs liði Dana og var orðaður við enska liðið Aston Villa haustið 2020 og var talað um að Aston Villa buðu 9 milljónir punda í kappann en ekkert varð úr því.

Mohammed Daramy
Kantmaður FCK sem er fæddur árið 2002 og hefur hann verið orðaður við Liverpool og RB Leipzig. Hann byrjaði að brjótast inn í lið FCK aðeins 17 ára gamall og hefur nú spilað 71 leik fyrir liðið í öllum keppnum þrátt fyrir ungan aldur.

Anders Dreyer
Kantmaður fæddur 1998 sem leikur lykilhlutverk í liði Midtjylland í Danmörku. Hefur verið að mála hjá Herenveen í Hollandi, St. Mirren í Skotlandi svo Esbjerg og Midtjylland heimafyrir. Hefur leikið 49 leiki með Midtjylland í öllum keppnum, skorað 14 mörk og lagt upp 15. Dreyer skoraði sigurmarkið í 1-0 sigrinum á Frakklandi.

Yngsti leikmaðurinn

Wahid Faghir
Framherji fæddur árið 2003 og er leikmaður Vejle BK í Danmörku. Faghir hefur byrjað 19 leiki af 21 hingað til í dönsku úrvalsdeildinni og hefur þakkað traustið með 5 mörkum og 2 stoðsendingum í slöku liði Vejle. Faghir byrjaði leikinn gegn frökkum og spilaði 60 mínúturen það verður spennandi að sjá hvort hann byrji leikinn gegn Íslandi.

Sjá einnig
Sjáðu markið: Magnað spil hjá U21 liði Dana gegn Frökkum
Athugasemdir
banner
banner
banner