Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. mars 2021 13:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Ari: Partur af leiknum og maður verður að díla við það
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Leifsson gekk í raðir Strömsgodset frá uppeldisfélagi sínu Fylki fyrir tímabilið 2020. Ari byrjaði fyrstu fimm leikina í deildinni síðasta sumar en glímdi svo við meiðsli og datt úr liðinu í kjölfarið. Hann byrjaði eftir meiðslin einungis tvo leiki í viðbót í deildinni og tók samtals þátt í fjórtán leikjum. Strömsgodset spilar í efstu deild Noregs.

Ari sat fyrir svörum í dag sem fulltrúi leikmanna á blaðamannafundi í Ungverjalandi. Íslenska U21 árs landsliðið undirbýr sig fyrir leik gegn Danmörku á morgun. Leikurinn hefst klukkan 13:00. Ari var spurður út í stöðu sína hjá félagsliði.

Annað úr svörum Ara:
Vonar að röddin verði góð á morgun - „Völlurinn hefði mátt vera betri"

„Hún er fín fyrir utan það að við höfum lítið spilað út af aðstæðum í landinu. Það er kannski erfitt að meta það þar sem við höfum lítið fengið að spila en annars bara fín."

Varstu sáttur við mínútufjöldann í fyrra?

„Að vissu leyti, þetta byrjaði mjög vel en svo var ég óheppinn með meiðsli. Ég missti af nokkrum leikjum og kem svo inn aftur og meiðist strax aftur. Þá var kominn smá tími síðan ég spilaði og þá var orðið erfiðara að komast inn í liðið. Það er partur af leiknum og maður verður að díla við það."

Finnst þér þetta klárt skref upp á við frá Pepsi Max?

„Þetta er næsta level, það er staðreynd. Það er gaman að taka það skref og spennandi. Það er það sem maður vill gera, maður vill bæta sig."

Hvernig líst þér á komandi leiktíð?

„Þetta lítur vel út fyrir utan þessa frestun. Það er ekki hægt að treysta á neitt. Það er komið ár núna og maður hefði haldið að þetta væri komið í eðlilegri farveg. Vonandi náum við að byrja í maí en ekki í júní eins og fyrra," sagði Ari.
Athugasemdir
banner
banner