Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. mars 2021 12:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Vonar að röddin verði góð á morgun - „Völlurinn hefði mátt vera betri"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ari Leifsson var fulltrúi leikmanna á blaðmannafundi frá hóteli íslenska U21 árs landsliðsins í Ungverjalandi. Leikmenn undirbúa sig núna undir leikinn gegn Danmörku á morgun.

Hér að neðan má sjá svör Ara við spurningum sem tengjast leiknum gegn Rússlandi á fimmtudag og Danmörku á morgun.

„Mér líst mjög vel á þetta verkefni. Þetta er skemmtilegt verkefni og ég held við séum allir mjög spenntir fyrir að takast á við það," sagði Ari.

Eru líkindi með Dönum og Rússum?

„Við höfum skoðað þá vel og þetta eru ekki beint lík lið. Það er alltaf einhver svipur með spilamennskunni. Við erum meira að einbeita okkur að okkar leik, hvað við vijum gera, hvernig við viljum bæta okkur og hvaða skref við viljum taka fram á við."

Hvað þurfið þið að gera öðruvísi gegn Dönum?

„Við þurfum að taka það jákvæða úr síðasta leik og byggja ofan á það. Við viljum halda okkur við okkar gameplani og bæta okkur í því."

„Allir leikir eru mjög mikilvægir og við þurfum að gefa okkur alla í alla leiki. Þetta er mjög gott lið, eins og öll liðin í mótinu. Þeir eru með mjög hæfileikaríka leikmenn."

„Í öllum leikjum er möguleiki á sigri og við værum ekki hér ef við hefðum ekki trú á sigri. Við erum spenntir að mæta Dönum á morgun og ég held að leikurinn verði góður."

„Við reynum ekki að gleyma liðnum hlutum heldur reynum við að læra af þeim, byggja ofan á reynsluna fyrir næsta leik og viljum gera betur."


Hjálpar að vera með leikmennn úr Superliga?

„Ég held það, við ættum að vera með meiri upplýsingar um leikmennina í danska liðinu þar sem okkar leikmenn spila í sömu deild og jafnvel í sama liði og leikmenn í danska liðinu."

Möguleikar á að komast upp úr riðlinum?

„Við eigum alltaf möguleika, höfum fulla trú á verkefninu. Sú trú kom okkur hingað og af hverju ætti hún ekki að koma okkur lengra? Við erum allir á sama báti með þetta og erum allir að róa í sömu átt. Við erum allir spenntir fyrir þessu og njótum þess á sama tíma."

Hvernig fannst þér völlurinn og hvernig er röddin?
Ari var frekar hás þegar fréttaritari ræddi við hann eftir leikinn á fimmtudag.

„Völlurinn hefði mátt vera betri, en bæði lið spila á honum og ekki mikið hægt að kvarta yfir honum. Auðvitað væri kannski betra að hafa aðeins betri völl en það er bara eins og það er."

„Varðandi röddina þá er hún orðin aðeins betri, vonandi orðin góð fyrir morgundaginn þannig að maður getur látið í sér heyra,"
sagði Ari.
Athugasemdir
banner
banner
banner