Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 27. mars 2021 20:05
Aksentije Milisic
Arsenal bætist við í baráttuna um Dybala
Fagnið góða.
Fagnið góða.
Mynd: Getty Images
Paulo Dybala, leikmaður Juventus, virðist ekki vera ná samkomulagi við Ítalíumeistarana um framlengingu á samningi sínum.

Juventus hefur boðið Argentínumanninum nýjan samning en Dybala og umboðsmaður hans eru ekki sáttir við þann samning og vill leikmaðurinn hærri laun.

Juventus hefur sagt að þetta sé eina samningstilboðið sem hann fái. Annað hvort skrifar Dybala undir þennan samning eða ekki.

Fjölmörg lið eru að fylgjast með gangi mála hjá Dybala og nú hefur Arsenal bæst við í hópinn. Lið eins og Tottenham, Chelsea og Manchester United eru sögð hafa áhuga á leikmanninum.

Ef Arsenal nær ekki að fá Martin Odegaard til liðsins frá Real, þá mun félagið snúa sér að Dybala. Dybala hefur skorað þrjú mörk og lagt upp tvö á þessari leiktíð en hann hefur mikið verið meiddur.
Athugasemdir
banner
banner
banner