Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. mars 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Atalanta ætlar ekki að kaupa Caldara
Mattia Caldara verður ekki áfram hjá Atalanta
Mattia Caldara verður ekki áfram hjá Atalanta
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Atalanta ætlar ekki að kaupa ítalska varnarmanninn Mattia Caldara aftur frá AC Milan. Corriere dello Sport greinir frá.

Caldara er 26 ára gamall og uppalinn hjá Atalanta en hann steig stórt skref á ferlinum er hann var lánaður til Cesena tímabilið 2015-2016.

Hann spilaði frábærlega með liðinu sem varð til þess að Juventus keypti hann af Atalanta.

Juventus lánaði hann aftur í Atalanta þar sem hann var fastamaður í liðinu. Eftir tímabilið keypti Milan hann frá Juventus en hann náði þó aldrei að festa sig í sessi þar eftir að hann sleit krossbönd.

Hann gerði eins og hálfs árs lánssamning við Atalanta í janúar á síðasta ári en hefur þó aðeins spilað fimm leiki í ítölsku deildinni á þessu tímabili og hefur Atalanta ákveðið að framlengja ekki dvöl hans í sumar.

Samningur hans við Milan gildir til ársins 2023 en framtíð hans hjá félaginu er óljós.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner