Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. mars 2021 13:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Danmörku: Fjórar breytingar
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísland mætir Danmörku í öðrum leik sínum í milliriðli í lokakeppni Evrópumótsins. Leikið er í Györ Ungverjalandi og eru Danir með þrjú stig eftir sigur gegn Frökkum en Ísland leit í lægra haldi gegn Rússum.

Fréttaritari rýndi í kristalskúluna í dag og sér fram á fjórar breytingar á íslenska liðinu. Hann sér fram á tvær breytingar í vörninni, eina inn á miðjunni og eina fram á við.

Þeir Ísak Óli Ólafsson, Valgeir Lunddal Friðriksson, Andri Fannar Baldursson og Mikael Neville Anderson koma inn í liðið fyrir þá Róbert Orra Þorkelsson, Kolbein Þórðarson, Stefán Teit Þórðarson og Ísak Bergmann Jóhannesson.

Þetta er allt til gamans gert og verður byrjunarliðið, sem þjálfarinn Davíð Snorri Jónasson valdi, tilkynnt um 90 mínútur fyrir leik á morgun. Leikurinn hefst klukkan 13:00 á íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á RÚV.



Sjá einnig:
Andstæðingar U21 - Danir með öflugt lið
Athugasemdir
banner
banner
banner