Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 27. mars 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Calhanoglu ráðleggur Hauge að vera áfram hjá Milan
Jens Petter Hauge hefur skorað fjögur mörk fyrir Milan í öllum keppnum
Jens Petter Hauge hefur skorað fjögur mörk fyrir Milan í öllum keppnum
Mynd: Getty Images
Hakan Calhanoglu, leikmaður AC Milan og tyrkneska landsliðsins, telur það best fyrir Jens Petter Hauge að vera áfram hjá ítalska landsliðinu í stað þess að fara á lán í sumar.

Hauge er 21 árs gamall en hann kom til Milan frá norska meistaraliðinu Bodö/Glimt í október.

Hann gerði fimm ára samning við Milan og hefur gert ágætis hluti með ítalska liðinu en hann hefur gert fjögur mörk í 23 leikjum á þessari leiktíð í öllum keppnum.

Hauge hefur þó ekki verið í byrjunarliði Milan síðan í janúar og gæti hann farið á lán frá félaginu í sumar til að fá meiri spiltíma.

Calhanoglu mætir Hauge í kvöld í undankeppni HM er Tyrkland og Noregur eigast við en hann talaði við fjölmiðla um norska vængmanninn.

„Þetta er spurning fyrir umboðsmanninn hans en ef þú spyrð mig þá myndi ég segja honum að vera áfram og berjast fyrir sæti sínu," sagði Calhanoglu.

„Hann er með mikil gæði og ef hann leggur hart að sér og reynir sitt besta þá gæti hann komið sér í byrjunarliðið. Hann er góður strákur og er ungur. Það var stórt skref fyrir hann að koma frá Bodö/Glimt til Milan. Hann þarf tíma til að spila sig inn í liðið en alltaf þegar hann hefur fengið tækifærin þá hefur hann gert vel. Ég hef mikla trú á honum," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner