Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. mars 2021 10:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dagný og María byrja á Old Trafford
Dagný Brynjarsdóttir.
Dagný Brynjarsdóttir.
Mynd: Getty Images
Klukkan 11:30 hefst leikur Manchester United og West Ham í úrvalsdeild kvenna á Englandi.

Þetta er söguleikur leikur í ljósi þess að þetta er í fyrsta sinn sem kvennalið Manchester United spilar á Old Trafford í sögu félagsins.

Það er landsleikjagluggi í karlaboltanum og næsti heimaleikur karlaliðsins er ekki fyrr en 4. apríl og því var tækifærið nýtt að spila á Old Trafford en vanalega spilar kvennaliðið á Leigh Sport Village-vellinum.

„Það er augljóslega mjög sérstakt augnablik í sögu liðsins að spila á Old Trafford og þetta er frábært tækifæri til að auglýsa kvennabolta, sem hefur náð að vaxa og dafna síðustu ár," sagði Casey Stoney, þjálfari kvennaliðs Man Utd, um leikinn.

Íslendingar eiga tvo fulltrúa í leiknum í dag. Dagný Brynjarsdóttir byrjar fyrir West Ham og María Þórisdóttir byrjar fyrir Man Utd. María er norsk landsliðskona en á íslenskan föður.

Fyrir leikinn er Man Utd í þriðja sæti og West Ham á botni deildarinnar. Kvennalið Man Utd var stofnað árið 2018 en hefur fljótt náð að verða eitt af bestu liðum Englands.



Athugasemdir
banner
banner
banner