Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. mars 2021 19:20
Aksentije Milisic
EM U21: Jafnt hjá Tékklandi og Slóveníu - Rúmenar með mikilvægan sigur
Mynd: Getty Images
Evrópumótið í U21 heldur áfram í dag en fjórir leikir eru á dagskrá.

Tveir af þeim eru nýbúnir en í B-riðli áttust við Tékkland og Slóvenía.

Tékkar náðu í gott stig gegn Ítalíu í fyrstu umferð á meðan Slóvenía steinlá gegn öflugu liði Spánar.

Leiknum í dag lauk með 1-1 jafntefli þar sem Nik Prelec varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark fyrir Slóvena þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum.

Tékkland er því með tvö stig eftir tvo leiki en þetta var fyrsta stig Slóveníu.

Í A-riðli áttust við Ungverjaland og Rúmenía. Alexandru Pascanu tryggðir Rúmenum þrjú risa stór stig með marki þremur mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 1-2 fyrir Rúmeníu en Ungverjaland þurfti að spila einum færri frá 42. mínútu.

Rúmenía er með 4 stig eftir 2 leiki en Ungverjar eru án stiga.
Athugasemdir
banner
banner