Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. mars 2021 22:00
Aksentije Milisic
EM U21: Þrjú rauð spjöld í jafntefli Spánar og Ítalíu
Mynd: Getty Images
Tveimur leikjum var að ljúka í Evrópumótinu hjá U21 landsliðum.

Í A-riðli áttust við Þýskaland og Holland í athyglisverðum leik. Justin Kluivert kom Hollendingum yfir og leit út fyrir að þetta yrði eina mark leiksins.

Lukas Nmecha jafnaði hins vegar sex mínútum fyrir leikslok og bjargaði stigi fyrir Þjóðverja. Þjóðverjar eru með fjögur stig eftir tvo leiki en Holland með tvö.

Í B-riðli var stórleikur á dagskrá en þar mættust Spánn og Ítalía. Leiknum lauk með markalausu jafntelfi. Gianluca Scamacca og Nicolo Rovella fengu rautt spjald hjá Ítalíu. Hjá Spáni var það Oscar Mingueza sem fékk reisupassann.

Spánverjar eru með fjögur stig eftir 2 leiki en Ítalarnir með tvö stig.

Ísland mætir síðan Danmörk á morgun í öðrum leik sínum í keppninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner