Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 27. mars 2021 14:20
Ívan Guðjón Baldursson
England: María lagði upp í fyrsta leiknum á Old Trafford
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Man Utd 2 - 0 West Ham
1-0 Lauren James ('49)
2-0 Christen Press ('55)

María Þórisdóttir lék allan leikinn er Manchester United lagði West Ham United að velli í efstu deild enska kvennaboltans. Dagný Brynjarsdóttir lék fyrstu 84 mínúturnar í liði Hamranna.

Leikurinn var spilaður á Old Trafford og er það í fyrsta sinn sem kvennalið Rauðu djöflanna spilar þar. Þetta var því sögulegur leikur.

María lék í hægri bakverði og lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Lauren James í upphafi síðari hálfleiks. Skömmu síðar tvöfaldaði hin bandaríska Christen Press forystuna.

Leikurinn var fjörugur þar sem bæði lið fengu góð færi en Rauðu djöflarnir voru þó betri heilt yfir og verðskulduðu sigurinn.

Sigurinn er mikilvægur þar sem Man Utd er í þriðja sæti, síðasta Evrópusætinu, sex stigum fyrir ofan Arsenal. Arsenal á þó tvo leiki til góða, annar þeirra er nágrannaslagur gegn Tottenham síðar í dag. West Ham er á botni deildarinnar.

Fulham U18 5 - 0 Norwich U18
1-0 K. Bowie ('8)
2-0 K. Bowie ('56)
3-0 J. Stansfield ('58)
4-0 I. Bowat ('86)
5-0 O. Sanderson ('93)

Þorsteinn Aron Antonsson var þá ónotaður varamaður er U18 lið Fulham rúllaði yfir Norwich.

Fulham er með ógnarsterkt lið og í harðri toppbaráttu við Crystal Palace og Brighton í suðurhluta U18 deildarinnar. Fulham er þar með 38 stig eftir 18 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner