Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. mars 2021 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Eru orðnir góðir vinir: Hjálpar mikið að hafa annan Íslending
Svenni
Svenni
Mynd: Getty Images
Aron Elís
Aron Elís
Mynd: Getty Images
Þeir Aron Elís Þrándarson og Sveinn Aron Guðjohnsen eru liðsfélagar hjá OB. Aron er á sinni annari leiktíð hjá félaginu og Sveinn er á láni út þessa leiktíð frá Spezia á Ítalíu.

Sveinn sat fyrir svörum í gær í Teams-viðtali frá hóteli U21 árs landsliðinu í Ungverjalandi. Hann var spurður út í Aron Elís.

Hvernig er að hafa Aron Elís með þér hjá félaginu? Eruði góðir vinir?

„Já, við erum orðnir frekar góðir vinir. Það hjálpar mikið þegar maður kemur inn í nýtt lið að hafa annan Íslending í liðinu. Já, það hefur hjálpað mjög mikið," sagði Sveinn.

Hittist þið eitthvað utan æfinga?

„Já, við höfum alveg gert það. Það kemur alveg fyrir að hann kemur í kvöldmat og ég til hans. Við erum orðnir ágætis vinir.”

Annað úr viðtalinu:
„Verð örugglega á undan gamla að snoða mig, hann er svo þrjóskur"
Býst ekki við kallinu frá A-landsliðinu strax - „Þetta hefur bara tikkað"
Sveinn var utan hóps: Það var lítið talað við mig
Sveinn Aron: Geggjuð tilfinning en svo svipað og gegn Svíþjóð úti
Athugasemdir
banner
banner