Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 27. mars 2021 13:25
Ívan Guðjón Baldursson
Forseti brasilíska knattspyrnusambandsins ætlar í stríð við FIFA
Mynd: Getty Images
Rogerio Caboclo, forseti brasilíska knattspyrnusambandsins, segist vera smeykur um að Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hyggist breyta reglum er varða félagaskipti ungra leikmanna.

Reglurnar í dag banna félagaskipti táninga undir 18 ára aldri frá Suður-Ameríku til Evrópu. Evrópsk félög geta keypt unga leikmenn frá Suður-Ameríku en félagaskiptin mega ekki eiga sér stað fyrr en eftir átjánda afmælisdaginn.

„Ég skal gefa ykkur upplýsingar beint úr herbúðum FIFA - þeir ætla að leyfa strákum frá 16 ára aldri að skrifa undir samninga við evrópsk félög," sagði Caboclo á fundi með fulltrúum knattspyrnufélaga efstu deilda brasilíska boltans.

„Þetta er að fara að gerast og ætla ég í stríð við forseta FIFA. Ég segi þetta því þetta er staðreynd. Leikmenn munu yfirgefa okkur frá 16 ára aldri."

Fundað var á netinu og fundurinn tekinn upp. Caboclo segir þessa hluti á myndbandi og verður áhugavert að sjá hvernig þessi mögulega erja þróast.
Athugasemdir
banner
banner
banner