Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. mars 2021 18:35
Aksentije Milisic
Frappart aftur í sögubækurnar - Kvenkyns dómari í undankeppni HM
Mynd: Getty Images
Franski dómarinn Stephanie Frappart varð í dag fyrsti kvenkyns dómarinn sem dæmir í undankeppni HM í karlaflokki.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Frappart brýtur blað en hún varð fyrsti kvenkyns dómari til að dæma leik í Evrópukeppni í karlaflokki árið 2019. Þá mættust Liverpool og Chelsea í Ofurbikarnum.

Frappart þykir einstaklega góður dómari en hún dæmdi sinn fyrsta karlaleik í efstu deild í Frakklandi er Amiens mætti Strasbourg í apríl árið 2019.

Í dag er hún á flautunni í leik Hollands og Lettlands í undankeppni HM 2022 í G-riðli.


Athugasemdir
banner
banner