Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 27. mars 2021 23:00
Aksentije Milisic
Fyrsti útisigur Lúxemborg síðan 2008
Mynd: Getty Images
Það urðu mjög óvænt úrslit í kvöld í A-riðlinum í undankeppni HM 2022.

Írland og Lúxemborg mættust þá en þetta var fyrsti leikur Lúxemborg í riðlinum. Írland tapaði gegn Serbíu fyrr í vikunni í sínum fyrsta leik.

Markalaust var lengi vel og leit allt út fyrir að leiknum myndi ljúka með markalausu jafntefli. Gerson Rodrigues var hins vegar á öðru máli.

Hann fékk boltann fyrir utan teig á 85. mínútu leiksins og þrumaði knettinum í hornið, óverjandi fyrir markvörð heimamanna. Í kjölfarið brutust út mikil fagnaðarlæti hjá leikmönnum og þjálfurum Lúxemborg.

Liðið hélt út og vann því frækinn sigur. Þetta er fyrsti leikurinn sem Lúxemborg vinnur á útivelli í undankeppni EM eða HM síðan í september árið 2008.

Þá er þetta einungis fjórði sigurleikurinn í sögu þjóðarinnar á útivell í undankeppni. Magnað!


Athugasemdir
banner
banner
banner