Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 27. mars 2021 14:50
Fótbolti.net
Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Armeníu
Icelandair
Fótbolti.net spáir því að Albert Guðmundsson komi inn.
Fótbolti.net spáir því að Albert Guðmundsson komi inn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag var sett saman líklegt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Armeníu sem fram fer klukkan 16:00 á morgun.

Leikið verður í Armeníu en þetta er annar leikur Íslands í undankeppni heimsmeistaramótins.



Fótbolti.net spáir því að Birkir Már Sævarsson og Ragnar Sigurðsson komi inn í vörnina. Jóhann Berg Guðmundsson gat tekið þátt í allri æfingu Íslands í morgun og mikilvægt að fá hann inn í liðið. Þá er því spáð að Albert Guðmundsson verði í fremstu víglínu.

Armenía vann 1-0 sigur gegn Liechtenstein í fyrstu umferðinni en liðið var betri aðilinn allan þann leik. Ísland tapaði 3-0 fyrir Þýskalandi.
Útvarpsþátturinn - Landsliðin beint í æð og staðan á íslenska boltanum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner