Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 27. mars 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Löw um Kroos: Hann mun ekki missa sæti sitt í liðinu
Toni Kroos þarf ekki að hafa áhyggjur af sæti sínu
Toni Kroos þarf ekki að hafa áhyggjur af sæti sínu
Mynd: Getty Images
Þýski landsliðsþjálfarinn Joachim Löw segir að Toni Kroos þurfi ekki að óttast að missa sæti sitt í liðinu eftir 3-0 sigurinn gegn Íslendingum.

Það þarf ekki að deila um það að Kroos er einn besti miðjumaður heims og fáir sem hafa sömu sýn og hæfileika til að senda boltann á milli manna.

Hann hefur verið prímur mótórinn á miðjunni hjá Real Madrid síðustu ár en hann meiddist rétt fyrir landsleikjatörnina. Leon Goretzka, Ilkay Gundogan og Kai Havertz spiluðu á miðjunni í sigrinum gegn Íslandi en Kroos þarf þó ekki að hafa áhyggjur af sæti í liðinu.

„Af hverju ætti hann að óttast það að missa sæti sitt? Hann er heimsklassa leikmaður og er mjög mikilvægur fyrir liðið. Við vitum að við gætum misst leikmenn í meiðsli en ég er viss um að allir verða til taks í maí því við þurfum að hafa meira en ellefu byrjunarliðsmenn í hópnu fyrir EM," sagði Löw.
Athugasemdir
banner
banner
banner