Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 27. mars 2021 09:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lukaku aftur til Englands? - Man Utd á eftir Llorente
Powerade
Lukaku er orðaður við Chelsea og Man City.
Lukaku er orðaður við Chelsea og Man City.
Mynd: Getty Images
Marcos Llorente hefur átt frábært tímabil með Atletico Madrid.
Marcos Llorente hefur átt frábært tímabil með Atletico Madrid.
Mynd: Getty Images
Fekir á leið til Arsenal?
Fekir á leið til Arsenal?
Mynd: Getty Images
Það er komið að slúðrinu á þessum ágæta laugardegi.



Chelsea mun íhuga kaupa á sínum fyrrum sóknarmanni Romelu Lukaku (27) ef félaginu tekst ekki að klófesta Erling Braut Haaland (20) frá Borussia Dortmund. Lukaku hefur verið að gera það gott með Inter á Ítalíu. (Telegraph)

Manchester City hefur einnig áhuga á Lukaku. (Calciomercato)

Borussia Dortmund hefur sett háan verðmiða á Haaland fyrir sumarið. Áhugasöm félög þurfa að punga út 154 milljónum punda fyrir Norðmanninn. (ESPN)

Sadio Mane (28) hefur gefið í skyn að hann verði áfram hjá Liverpool, jafnvel þó að félagið komist ekki í Meistaradeildina. (Sun)

Sevilla og Roma hafa sýnt Alexandre Lacazette (29), sóknarmanni Arsenal, áhuga. (ESPN)

Paris Saint-Germain er vongott um að Neymar (29) skrifi undir nýjan fjögurra ára samning en það er meiri óvissa með Kylian Mbappe (22). Samningur Mbappe rennur út á næsta ári. (Marca)

Manchester United er opið fyrir því að Jesse Lingard (28) snúi aftur til félagsins í sumar eftir lánsdvöl hjá West Ham, þar sem hann hefur staðið sig vel. Það gætu jafnvel hafist viðræður um nýjan samning. (Sun)

Man Utd gæti keypt Marcos Llorente (26), miðjumann Atletico Madrid, fyrir 68,5 milljónir punda. (AS)

Florentino Perez, forseti Real Madrid, er víst reiður út í Manchester United eftir að enska félagið bættist við í kapphlaupið um Pau Torres (24), miðvörð Villarreal. Man Utd er í betri stöðu fjárhagslega en Real Madrid til að kaupa hann. (El Desmarque)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er að reyna allt sem hann getur til að sannfæra eigendur félagsins um að ná samkomulagi við miðjumanninn Georginio Wijnaldum (30) um nýjan samning. (90min)

Liverpool leiðir kapphlaup við AC Milan og Juventus um Donyell Malen (22), framherja PSV í Hollandi. (Gazzetta dello Sport)

Arsenal er líklegast til að kaupa Nabil Fekir (27), framherja Betis á Spáni. Hann hefur einnig verið orðaður við Barcelona og Liverpool. (Tuttomercato)

AC Milan ætlar að gera allt til að kaupa varnarmanninn Fikayo Tomori (23) frá Chelsea en Tomori er núna í láni hjá Milan. (Gazzetta dello Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner