Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 27. mars 2021 20:47
Aksentije Milisic
Malta hafði ekki skorað í 13 útileikjum í röð - Tvö í fyrri hálfleik í kvöld
Mynd: Getty Images
Nú er í gangi leikur Slóvakíu og Möltu í í H-riðli í undankeppni HM.

Flestir höfðu búist við frekar þægilegum sigri heimamanna í Slóvakíu enda hefur Malta ekki riðið feitum hesti á útvelli.

Malta hafði ekki skorað eitt einasta mark í síðustu þrettán útileikjum sínum en í kvöld varð svo sannarlega breyting þar á.

Malta leiðir leikinn í kvöld með tveimur mörkum gegn engu en mörkin tvö komu á fjögurra mínútna kafla.

„Ég er ennþá að furða mig yfir því að Malta sé búið að skora tvö mörk gegn Slóvakíu," sagði Guðmundur Benediktsson á Stöð 2 Sport í kvöld en hann er að lýsa leik Tékklands og Belgíu.

Afar áhugavert og spurning hvort Malta nær að þrauka út leikinn. Slóvakía liggur á þeim samkvæmt tölfræði úr leiknum.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner