Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. mars 2021 22:30
Aksentije Milisic
Mitrovic sló markametið hjá Serbíu í kvöld
Mynd: Getty Images
Serbía og Portúgal mættust í bráðfjörugum leik í Belgard í kvöld.

Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en gestirnir leiddu leikinn með tveimur mörkum gegn engu í hálfleik.

Serbanir bitu hins vegar frá sér í þeim síðari og var það leikmaður Fulham, Aleksandar Mitrovic sem minnkaði muninn með góðu skallamarki í byrjun síðari hálfleiks.

Með þessu marki sló Mitrovic markametið hjá Serbíu en það hafði staðið kyrrt í 65 ár. Mitrovic er aðeins 26 ára gamall þegar hann slær metið.

Stjepan Bobek átti metið en hann gerði 38 mörk í 63 leikjum. Mitrovic er nú kominn með 39 mörk eftir 64 leiki.

Miklar senur voru undir lok leiks en Cristiano Ronaldo hélt að hann væri að tryggja Portúgal sigurinn með lokaskoti leiksins. Aðstoðardómarinn var hins vegar á öðru máli.
Athugasemdir
banner
banner
banner