Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 27. mars 2021 21:00
Aksentije Milisic
Modric orðinn leikjahæsti leikmaður í sögu Króatíu
Mynd: Getty Images
Luka Modric varð í dag leikjahæsti leikmaður í sögu króatíska landsliðsins.

Modric braut met Darijo Srna í dag þegar hann var í byrjunarliðinu í sigri á Kýpur í undankeppni HM.

Í dag spilaði hann leik númer 135 fyrir Króatíu en hans fyrsti kom í mars mánuði árið 2006.

Modric hefur skorað 16 mörk fyrir landsliðið og tekið þátt í þremur Evrópumótnum og þremur Heimsmeistaramótum.

Besti árangur Modric með landsliðinu kom á HM í Rússlandi árið 2018 en þá fór Króatía alla leið í úrslitaleikinn þar sem liðið tapaði fyrir Frakklandi. Króatía var með Íslandi í riðli á mótinu.

Modric var valinn besti leikmaður HM í Rússlandi og þá vann hann Ballon d'Or einnig það ár.

Luka Modric's reaction after the standing ovation from his teammates for his career record with Croatia from r/soccer


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner