Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. mars 2021 15:40
Ívan Guðjón Baldursson
Pjanic vill ekki yfirgefa Barcelona
Pjanic hefur aðeins byrjað 6 leiki í spænsku deildinni frá komu sinni frá Ítalíu.
Pjanic hefur aðeins byrjað 6 leiki í spænsku deildinni frá komu sinni frá Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Barcelona keypti Miralem Pjanic frá Juventus í fyrra í furðulegum félagaskiptum sem virðast hafa verið gerð til að jafna út bókhald félaganna.

Barca borgaði 60 milljónir evra fyrir Pjanic, langt yfir markaðsvirði, og seldi Arthur til Juventus í staðinn fyrir 72 milljónir evra, einnig langt yfir markaðsvirði.

Pjanic skrifaði undir fjögurra ára samning við Barca en hefur fengið lítinn spiltíma frá komu sinni og hefur ekki hrifið þjálfarateymið. Hann var spurður hvort hann væri að hugsa um að skipta um félag en svaraði því neitandi.

„Ég kom ekki til Barcelona til að yfirgefa félagið ári síðar. Ég vil vinna Meistaradeildina með félaginum," sagði Pjanic, sem var svo spurður út í lítinn spiltíma.

„Ég yrði ánægður ef Koeman gæti gefið mér tvo eða þrjá leiki í röð til að sýna hvað í mér býr. Eina sem ég get gert er að halda áfram að leggja mig fram á æfingum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner