Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. mars 2021 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Jerevan í Armeníu
Snjóar í Armeníu - Lars varð eftir
Ísland kom til Armeníu í gærkvöldi
Icelandair
Íslensku leikmennirnir í vegabréfaskoðun í Armeníu í gærkvöldi.
Íslensku leikmennirnir í vegabréfaskoðun í Armeníu í gærkvöldi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Útsýnið frá hóteli landsliðsins rétt í þessu. Það bætir stöðugt í.
Útsýnið frá hóteli landsliðsins rétt í þessu. Það bætir stöðugt í.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið tók létta hádegisæfingu í Dusseldorf í Þýskalandi í gær áður en stigið var upp í flugvél og farið til Yerevan í Armeníu þar sem liðið leikur við heimamenn á sunnudagskvöldið.

Armenía er austan megin við Tyrkland og með landamæri við Íran að sunnanverðu svo það er nokkuð langt þaðan frá Íslandi.

Vorið er ekki alveg komið hérna og búist við 5 stiga hita þegar leikurinn fer fram á sunnudaginn. Liðið fer á æfingu í dag eins og stendur snjóar í borginni og bætir stöðugt í.

Fjögurra tíma mismunur er á Íslandi og Armeníu og til að leikmenn liðsins þyrftu ekki að aðlagast tímamismuni eftir ferðalagið var tekin ákvörðun að færa alla dagskrá liðsins aftur um þrjár klukkustundir. Þannig halda menn Evróputímanum þar sem spilað var í Þýskalandi á fimmtudaginn og spilað verður í Sviss á sunnudaginn.

Allir leikmenn íslenska liðsins ferðuðust með til Armeníu og menn því klárir í leikinn á morgun. Það var þó einn stór hlekkur sem fylgdi liðinu ekki því Lars Lagerback kemur ekki með í leikinn. Hann verður þó klár aftur í Liectenstein.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu á Fótbolta.net og einnig sýndur á RÚV.
Athugasemdir
banner
banner
banner