Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 27. mars 2021 14:51
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Guðrún skoraði er Djurgarden var slegið út
Mynd: Johan Sahlén/Djurgarden
Djurgården 2 - 3 Umeå
0-1 H. Honkanen ('11)
1-1 Guðrún Arnardóttir ('54)
2-1 S. van den Bulk ('76)
2-2 S. Mellouk ('86)
2-3 A. Sandström

Djurgården mætti Umeå í úrslitaleik um toppsæti riðils 4 í sænska bikarnum sem fer fram á undirbúningstímabilinu.

Varnarjaxlinn Guðrún Arnardóttir er lykilmaður hjá Djurgården og var að sjálfsögðu í byrjunarliðinu í dag.

Umeå tók forystuna snemma leiks en Guðrún jafnaði í upphafi síðari hálfleiks. Djurgården tók svo forystuna en gestirnir náðu að jafna á lokakaflanum og hart var barist á síðustu mínútum leiksins.

Djurgården nægði jafntefli til að vinna riðilinn á markatölu en Alexandra Sandström náði að gera sigurmark fyrir Umeå í uppbótartíma.

Djurgården er því úr leik í bikarnum með sex stig eftir þrjár umferðir. Aðeins eitt lið fer upp úr hverjum riðli.
Athugasemdir
banner
banner