Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. mars 2021 16:23
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Mögnuð endurkoma Kristianstad nægði ekki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rosengård 3 - 3 Kristianstad
1-0 Stefanie Sanders ('8)
2-0 Sanne Troelsgaard ('14)
3-0 Hanna Bennison ('31)
3-1 Therese Åsland ('34)
3-2 Therese Åsland ('38)
3-3 Jutta Rantala ('86, víti)

Rosengård og Kristianstad áttust við í risaslag og úrslitaleik um toppsæti riðils 2 í sænska kvennabikarnum.

Glódís Perla Viggósdóttir var í byrjunarliði Rosengård sem komst í þriggja marka forystu í toppslagnum.

Þá vöknuðu lærlingar Elísabetar Gunnarsdóttur til lífsins og skoraði Therese Åsland tvennu fyrir leikhlé til að minnka muninn niður í 3-2.

Hin finnska Jutta Rantala jafnaði fyrir Kristianstad undir lokin en sigurmarkið leit ekki dagsins ljós. Liðin enda því jöfn á stigum á toppi riðilsins en Rosengård kemst áfram á markatölu.

Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir eru hjá Kristianstad.
Athugasemdir
banner