Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. mars 2021 18:53
Aksentije Milisic
Undankeppni HM: Tyrkland fór létt með Noreg - Holland með sigur
Tyrkir byrja undankeppnina vel.
Tyrkir byrja undankeppnina vel.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fjórum leikjum var að ljúka í undakeppni HM 2022 en spilað var í E, G og H riðli.

Í E-riðli áttust við Hvíta-Rússland og Eistland. Þetta var fyrsti leikurinn hjá Hvíta-Rússlandi en Eistland steinlá gegn Tékklandi fyrr í vikunni.

Heimamenn í Hvíta-Rússlandi unnu 4-2 sigur í dag þar sem Vitali Lisakovich gerði tvennu. Seinna í kvöld mætast Tékkland og Belgía í sama riðli.

Í G-riðli var tveimur leikjum að ljúka. Holland, sem tapaði illa gegn Tyrklandi í fyrstu umferð, vann 2-0 skyldusigur á Lettum. Á sama tíma áttu Tyrkir ekki í neinum vandræðum með Norðmenn og unnu 0-3 sigur. Tyrkir eru því með fullt hús eftir tvær umferðir.

Í H-riðli var síðan einum leik að ljúka. Fyrr í dag vann Rússland góðan sigur á Slóveníu en gestirnir unnu einmitt Króatíu í fyrstu umferð. Króatía mætti Kýpur á heimavelli í dag og lét 1-0 sigur duga.

Belarus 4 - 2 Estonia
0-1 Henri Anier ('31)
1-1 Vitali Lisakovich - Víti ('45)
1-2 Henri Anier ('55)
2-2 Yuri Kendysh ('64)
3-2 Pavel Savitskiy ('81)
4-2 Vitali Lisakovich ('83)
Rautt spjald: Karl Oigus, Estonia ('77

Norway 0 - 3 Turkey
0-1 Ozan Tufan ('4 )
0-2 Caglar Soyuncu ('28 )
0-3 Ozan Tufan ('59 )
Rautt spjald: Kristian Thorstvedt, Norway ('80)

Netherlands 2 - 0 Latvia
1-0 Steven Berghuis ('32 )
2-0 Luuk de Jong ('69 )

Croatia 1 - 0 Cyprus
1-0 Mario Pasalic ('40 )


Athugasemdir
banner
banner