Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. mars 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Willian um byrjunina hjá Arsenal: Versti kafli ferilsins
Willian
Willian
Mynd: Getty Images
Brasilíski vængmaðurinn Willian segir að byrjunin hans hjá Arsenal hafi verið versti kafli ferilsins til þessa en hann er þó byrjaður að finna taktinn á nýjan leik.

Willian er 32 ára gamall en hann eyddi sjö árum hjá Chelsea áður en hann gekk til liðs við Arsenal á frjálsri sölu eftir síðasta tímabil.

Hann þénar um það bil 200 þúsund pund á viku en hann átti þó erfitt með að réttlæta launin fyrst um sinn. Hann hefur spilað betur í síðustu leikjum.

Willian hefur lagt upp sjö mörk í 30 leikjum í öllum keppnum en hann ræðir um byrjunina hjá Arsenal.

„Þetta var mjög erfið byrjun fyrir utan fyrsta leikinn gegn Fulham þar sem ég spilaði vel og lagði upp tvö mörk í 3-0 sigrinum. Eftir þann leik þá unnum við nokkra leiki og ég átti góða leiki en svo misstum við taktinn," sagði Willian.

„Ég átti ekki góða leiki og ég held að þetta hafi verið versti kaflinn á ferlinum. Þessum kafla er lokið núna en þetta var klárlega versti kaflinn á atvinnumannaferlinum."

„Þegar þetta gerist þá verður maður pirraður og reynir að finna lausnir, leiðir til að bæta sig og hjálpa liðinu. Það er það sem ég hef verið að gera allan þennan tíma. Ég hætti aldrei að æfa, leggja mig fram og einbeita mér að verkefninu. Þetta tók sinn tíma en ég er byrjaður að spila vel og að ná stoðsendingum. Ég er bara ánægður með að vera spila vel,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner