Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 27. apríl 2020 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Belgísku deildinni ekki hætt eftir allt saman?
Ari Freyr Skúlason leikur með Oostende í belgísku deildinni.
Ari Freyr Skúlason leikur með Oostende í belgísku deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Belgar hafa ákveðið að fresta kosningu um staðfestingu á aflýsingu fótboltatímabilsins þar í landi til 4. maí næstkomandi.

Stjórnendur belgísku úrvalsdeildarinnar höfðu mælt með því að keppni í deildinni yrði hætt vegna kórónuveirufaraldursins og að Club Brugge, núverandi topplið deildarinnar, myndi fá titilinn.

Það á hins vegar eftir að taka endanlega kosningu til þess að hægt sé að staðfesta þá niðurstöðu.

Kosningin átti fyrst að fara fram 15. apríl, síðan 24. apríl og núna er búið að áætla að hún fari fram 4. maí. Belgar halda dyrum sínum opnum og mögulegt er að mótið þar haldi áfram.

Síðasta föstudag ákváðu Hollendingar að slaufa sínu tímabili vegna heimsfaraldursins..
Athugasemdir
banner
banner