Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 27. apríl 2020 09:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Guardian 
Ekkert lið vildi spila við Wuhan Zall
Jean Evrard Kouassi við komuna til Wuhan.
Jean Evrard Kouassi við komuna til Wuhan.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Wuhan.
Stuðningsmenn Wuhan.
Mynd: Getty Images
Fyrir rúmri viku síðan mætti kínverska úrvalsdeildariðið Wuhan Zall aftur í heimaborg sína eftir 104 daga fjarveru.

Kórónaveiran á rætur að rekja til Wuhan en liðið var í æfingaferð á meðan borginni var lokað.

Wuhan Zall fór til Spánar, Costa del Sol, en leikmaður liðsins, Jean Evrard Kouassi, lýsir í viðtali við Guardian hversu furðulegt andrúmsloftið hafi verið í þeirri ferð.

„Þetta var erfitt á Spáni, mjög erfitt. Við þurftum að klæðast peysum félagsins þegar við fórum út svo augljóst var hverjir við værum. Fólk horfði öðruvísi á okkur. Sérstaklega voru það kínversku leikmennirnir sem fengu að kynnast því og einhverjir urðu fyrir leiðinlegri lífsreynslu þegar þeir fóru að versla," segir Kouassi sem er frá Fílabeinsströndinni.

„Við æfðum en ekkert lið vildi spila æfingaleik við okkur. Við reyndum að finna andstæðinga en það gekk ekkert. Hver dagur var bara alveg eins."

Kínversku leikmenn Wuhan Zall voru margir hverjir mjög áhyggjufullir enda ættingjar sumra þeirra veikir og mikil óvissa með þeirra heimaborg.

„Andrúmsloftið var hrikalegt. Á æfingum sást á kínversku leikmönnunum að þeir vildu ekki vera þarna. Þeir voru áhyggjufullir og allt var mjög furðulegt. Á meðan voru að koma slæmar fréttir frá Wuhan og einhverjir heyrðu af því að ættingjar þeirra væru veikir. Það var erfitt að hugsa um fótbolta," segir Kouassi.

Frá Spáni flaug Wuhan Zall til Shenzhen, sem er rétt hjá Hong Kong, þar sem við tók einangrun í tvær vikur.

„Þetta var fangelsi. Þetta voru hrikalega erfiðir fjórtán dagar og eina sem ég sá voru veggirnir á hótelherberginu,"
Athugasemdir
banner
banner
banner