Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 27. apríl 2020 12:31
Magnús Már Einarsson
FIFA skoðar að leyfa fimm skiptingar
Mynd: Getty Images
FIFA íhugar nú að fjölga leyfilegum skiptingum í leikjum. Tillaga er uppi um að hvert lið geti gert fimm skiptingar í leik í stað þriggja.

Ljóst er að gífurlegt leikjaálag verður á liðum í hinum ýmsu deildum þegar boltinn byrjar að rúlla aftur eftir kórónaveirufaraldurinn. Til að minnka meiðslahættu og passa álag á leikmönnum gæti skiptingum verið fjölgað.

FIFA er að íhuga að leyfa fimm skiptingar í deildarkeppnum út þetta ár sem og næsta vetur. Þetta á einnig við um landsleiki og möguleiki er á að fimm skiptingar verði leyfðar á lið á EM sumarið 2021.

Hvert lið má stöðva leikinn þrívegis til að gera skiptingar samkvæmt tillögunni en einnig er hægt að gera skiptingar í hálfleik. Þetta er gert til þess að stöðva leikinn ekki of mikið.

FIFA hefur lagt fram tillöguna til IFAB reglugerðarnefndarinnar en hún mun taka ákvörðun um það hvort að skiptingum verði fjölgað tímabundið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner