Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 27. apríl 2020 21:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Forráðamenn Dortmund „mjög afslappaðir"
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Michael Zorc, yfirmaður knattspyrnumála hjá þýska félaginu Borussia Dortmund, er afar rólegur varðandi stöðuna hjá Jadon Sancho, leikmanni félagsins.

Sancho, sem er tvítugur, hefur verið frábær fyrir Borussia Dortmund en hann er með 15 mörk og 16 stoðsendingar á þessu tímabili. Sancho var hjá Manchester City en yfirgaf félagið 17 ára í leit að meiri spiltíma.

Mikið hefur verið rætt og skrifað um að Sancho yfirgefi Dortmund aftur í næsta félagaskiptaglugga og fari til Englands á um 100 milljónir punda. Hann hefur hvað mest verið orðaður við Chelsea og Manchester United.

Zorc hefur ekki áhyggjur og telur hann að félög muni ekki eyða miklu vegna kórónuveirunnar. „Ekki einu sinni á Englandi," sagði Zorc í viðtali við Sport1. „Staðan breytist á hverjum degi, við munum sjá hvað gerist."

„Sancho er með samning til 2022 og við erum mjög afslappaðir hvað það varðar."

Um liðna helgi sagði Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United, að næsti félagaskiptagluggi yrði ekki eins og venjulega.
Athugasemdir
banner
banner
banner