Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. apríl 2020 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Forseti Lazio myndi samþykkja hreinan úrslitaleik við Juventus
Lazio á möguleika á því að verða meistari í fyrsta sinn síðan 2000.
Lazio á möguleika á því að verða meistari í fyrsta sinn síðan 2000.
Mynd: Getty Images
Juventus er ríkjandi meistari.
Juventus er ríkjandi meistari.
Mynd: Getty Images
Claudio Lotito, forseti Lazio, myndi samþykkja að spila hreinan úrslitaleik við Juventus um ítalska meistaratitilinn. Þannig að Lazio og Juventus myndu bara mætast í einum leik til að ákveða hvaða lið verður meistari.

Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, greindi frá þeirri ákvörðun í gær að slaka á samkomubanni á Ítalíu og mega félög hefja æfingar þann 4. maí næstkomandi. Hátt í 27 þúsund manns hafa látið lífið á Ítalíu vegna kórónuveirunnar, en ástandið virðist vera að batna fyrst það styttist í að knattspyrnufélög megi byrja að æfa aftur.

Ítölsk félög mega hefja æfingar 4. maí. Leikmenn byrja á því að æfa einir og svo má æfa í hópum frá 18. maí. Ítalska deildin gæti svo hafist aftur í júní.

Eins og staðan er núna er Lazio einu stigi frá ríkjandi Ítalíumeisturum Juventus í toppbaráttu ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Lotito, forseti Lazio, var spurður að því hvort hann myndi samþykkja hreinan úrslitaleik við Juventus og sagði hann: „Já, ég myndi samþykkja það, en ég hef aldrei spurt mig sjálfan að því."

Hann sagði einnig í samtali við La Repubblica: „Að byrja tímbilið aftur er ekki það besta í stöðunni fyrir okkur. Við töldum okkur ekki geta spila í þremur keppnum og fórnuðum því Evrópudeildinni. Svo við gætum spilað einu sinni í viku á meðan hin liðin spiluðu tvisvar í viku. Ef við byrjum aftur þá spila öll liðin tvisvar í viku."

„En ég hugsa um hagsmuni allra 20 félagana."

Það eru 12 umferðir eftir á Ítalíu og eiga sum liðin eftir að spila 13 leiki. Lazio og Juventus eiga eftir að mætast einu sinni, á heimavelli Juventus, í leik sem kemur til með að skera úr um það hvaða lið verður meistari.
Athugasemdir
banner
banner