Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 27. apríl 2020 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Henderson fylgdi ráði Roy Keane og bað ekki um treyju Messi
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool.
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool.
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson hefur greint frá því að hann fór eftir ráði sem hann fékk frá Roy Keane þegar hann bað ekki um treyju Lionel Messi eftir leik gegn Barcelona í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð.

Henderson er fyrirliði Livrerpool sem vann Meistaradeildina á síðustu leiktíð og er núna á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 25 stiga forskot.

Messi átti stórleik í 3-0 sigri á Liverpool í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistardeildarinnar á síðustu. Messi fullkomnaði sigurinn með stórglæsilegu marki beint úr aukaspyrnu.

Að því er kemur fram hjá Mirror sagði Henderson: „Hugsaði ég mig um að biðja hann um treyjuna hans? Nei, ég hef aldrei gert það."

„Roy Keane sagði mér þegar ég var hjá Sunderland að ef þú biður um treyjuna hjá einhverjum þá sé það eins og þú berir mikla lotningu fyrir honum."

Henderson skipti reyndar á treyjum við vin sinn Luis Suarez en þeir spiluðu saman hjá Liverpool um tíma.

Allir vita svo hvað gerðist í síðari leik Liverpool og Barcelona. Liverpool kom til baka, vann 4-0 og endaði á því að vinna keppnina.
Athugasemdir
banner
banner
banner