Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 27. apríl 2020 11:30
Elvar Geir Magnússon
Þarf 300 manns í framkvæmd á leik bak við luktar dyr
Hliðið fyrir utan Anfield.
Hliðið fyrir utan Anfield.
Mynd: Getty Images
Það þarf að minnsta kosti 300 manns í framkvæmd á hverjum úrvalsdeildarleik á Englandi sem fram fer bak við luktar dyr.

Ef hægt verður að hefja tímabilið aftur verður leikið án áhorfenda en samt sem áður þarf að minnsta kosti 300 manns á svæðið.

Þarna er gert ráð fyrir 40 leikmönnum, 32 í þjálfara og læknateymum liðanna tveggja, 12 starfsmönnum í dómaramál, milli sex og átta lækna og sjúkraþjálfara, þrjá eftirlitsmenn ensku úrvalsdeildarinnar og 130 í kringum fjölmiðlamál.

Þá eru ótaldir stjórnarmenn, öryggisverðir og vallarstarfsmenn.

Enska úrvalsdeildin hefur sett af stað áætlun um að hefja leik aftur 8. júní og verða þá allir leikir sem eftir eru á tímabilinu bak við luktar dyr.

Hertar reglur verður um notkun leikmanna á búningsklefum og þá verða ekki handabönd fyrir leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner