banner
   mán 27. apríl 2020 18:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
UEFA greiðir aðildarsamböndum sínum 236,5 milljónir evra
Aleksander Ceferin, forseti UEFA.
Aleksander Ceferin, forseti UEFA.
Mynd: Getty Images
UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur gefið 236,5 milljónir evra til 55 aðildarsambanda sinn. Þetta segir í tilkynningu frá sambandinu.

UEFA vonast til þess að þessi upphæð hjálpi aðildarsamböndunum í baráttunni gegn kórónuveirunni.

KSÍ, Knattspyrnusamband Íslands, fær þá væntanlega um 4,3 milljónir evra eða um 686,4 milljónir íslenskra króna.

Peningurinn kemur úr HatTrick styrkjakerfinu sem var sett á laggirnar í kringum Evrópumótið 2004 til að aðstoða aðildarsamböndin við þróun á fótbolta í löndunum 55. Nú fá öll aðildarsamböndin greitt úr sjóðnum allt að 4,3 milljónir evra.

Sjá einnig:
FIFA hjálpar þjóðum - Fyrirframgreiðir fé
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner