Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. apríl 2020 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verðlaun The Athletic fyrir tímabilið: De Bruyne og England best
Kevin de Bruyne.
Kevin de Bruyne.
Mynd: Getty Images
Bethany England.
Bethany England.
Mynd: Getty Images
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: Getty Images
Lauren James.
Lauren James.
Mynd: Getty Images
Hinn vanmetni Danny Ings.
Hinn vanmetni Danny Ings.
Mynd: Getty Images
Fjölmiðillinn The Athletic hefur opinberað verðlaunahafa sína þetta tímabilið í úrvalsdeildum karla og kvenna á Englandi þó að tímabilinu sé nú ekki lokið.

Hér að neðan má sjá hvaða leikmenn hlutu verðlaun og hvaða leikmenn komust í lið ársins.

Leikmaður ársins í úrvalsdeild karla: Kevin de Bruyne
Stuart James hjá The Athletic segir: „Sextán stoðsendingar og átta mörk þýðir að De Bruyne hefur komið að fleiri mörkum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en nokkur annar leikmaður. Ekki það að þú þurfir tölfræði til að virða hæfileika hans. City hefur ollið vonbrigðum og það gerir frammistöðu De Bruyne enn merkilegri. Mér finnst De Bruyne hafa skarað fram úr á þessu tímabili."

Aðrir sem komu til greina: Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Jordan Henderson (Liverpool), Sadio Mane (Liverpool), Virgil Van Dijk (Liverpool), Jamie Vardy (Leicester)

Leikmaður ársins í úrvalsdeild kvenna: Bethany England
Michael Cox hjá The Athletic segir: „Hún hefur skorað 14 mörk í 15 leikir og það segir alla söguna. Það er margt sem stendur upp úr hjá henni: Þegar hún lyfti boltanum upp og skoraði til að snúa við mikilvægum heimaleik gegn Arsenal, það hvernig hún stjórnaði boltanum í anda Bergkamp og kláraði eftir sendingu Millie Bright á útivelli gegn Birmingham og samleikurinn Sam Kerr gegn Reading. Kerr er stærsta nafnið, en England leiðir línuna."

Aðrar sem komu til greina: Rachel Furness (Liverpool), Sophie Ingle (Chelsea), Chloe Kelly (Everton), Vivienne Miedema (Arsenal), Guro Reiten (Chelsea)

Besti ungi leikmaðurinn í úrvalsdeild karla: Trent Alexander-Arnold
James Pearce hjá The Athletic segir: „Trent Alexander-Arnold hefur spilað lykilhlutverk í að koma Liverpool nálægt því að vinna ensku úrvalsdeildina. Hann er flottur varnarlega og hefur hjálpað fremstu þremur mikið með hnitmiðuðum sendingum. Hann er nú þegar búinn að jafna stoðsendingamet varnarmanns með 12 stoðsendingum, en hann setti sjálfur metið á síðustu leiktíð. Hann hefur líka skorað tvö mörk. Þegar kemur að hæfileikaríkum ungum leikmönnum í efstu deild, þá er hann í klassa út af fyrir sig."

Aðrir sem komu til greina: Tammy Abraham (Chelsea), Jack Grealish (Aston Villa), James Maddison (Leicester), Marcus Rashford (Manchester United)

Besti ungi leikmaðurinn í úrvalsdeild kvenna: Lauren James
Harriet Drudge hjá The Athletic segir: „Lauren James er ein mest spennandi fótboltakona þjóðarinnar og hún mun klárlega spila fyrir enska landsliðið í náinni framtíð. Hin 18 ára gamla James skoraði fyrsta mark Manchester United í úrvalsdeildinni í 2-0 sigri á Liverpool síðasta september, nokkrum mánuðum eftir að hún skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við félagið. Casey Stoney, þjálfari United, er mjög hrifin af henni og það verður spennandi að fylgjast með James núna og í framtíðnni."

Aðrar sem komu til greina: Chloe Kelly (Everton), Lauren Hemp (Manchester City), Leah Williamson (Arsenal), Ebony Salmon (Bristol City), Ellie Roebuck (Manchester City), Erin Cuthbert (Chelsea)

Lið ársins í úrvalsdeild karla: Alisson (Liverpool); Alexander-Arnold (Liverpool), Van Dijk (Liverpool), Soyuncu (Leicester), Robertson (Liverpool); De Bruyne (Man City), Henderson (Liverpool), Grealish (Aston Villa); Salah (Liverpool), Vardy (Leicester), Mane (Liverpool)

Lið ársins í úrvalsdeild kvenna: Ellie Roebuck (Man City); Leah Williamson (Arsenal), Gemma Bonner (Man City), Maren Mjelde (Chelsea), Magdalena Eriksson (Chelsea); Fara Williams (Reading), Sophie Ingle (Chelsea), Guro Reiten (Chelsea); Bethany England (Chelsea), Vivianne Miedema (Arsenal), Lauren Hemp (Man City)

Mark ársins í úrvalsdeild karla: Son Heung-min gegn Burnley
Smelltu hér til að sjá markið.

Í öðru sæti: Kevin de Bruyne gegn Newcastle
Smelltu hér til að sjá markið.

Vanmetinn leikmaður ársins: Danny Ings (Southampton)
Carl Anka hjá The Athletic segir: „Fyrsta meiðslalausa tímabil hans í langan tíma og um nokkra mánaða skeið var hann ómótstæðilegasti sóknarmaður Evrópu. Vinstri fótur, hægri fótur og skallar. Hann skoraði 13 mörk og breytti Southampton úr fallbaráttuliði í lið sem barðist um Evrópu. Að mínu mati er hann bara æðislegur."

Aðrir sem komu til greina: Fred (Manchester United), Raul Jimenez (Wolves), Ricardo Pereira (Leicester City)

Grein The Athletic má lesa í heild sinni hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner