mán 27. apríl 2020 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Viðræður Barcelona og Inter um Martinez ganga brösulega
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Barcelona á í erfiðleikum með að ná samningum við Inter um argentínska framherjann Lautaro Martinez en þetta kemur fram á Sky Italia.

Barcelona hefur lengi vel sýnt Martinez áhuga en hann er með 111 milljón evra riftunarákvæði í samningnum.

Börsungar hafa reynt að finna leiðir til að minnka kostnaðinn með því að bjóða Inter leikmenn í skiptum en Antonio Conte, þjálfari Inter, er afar vandfýsinn og þá eru leikmennirnir ekkert sérlega hrifnir af hugmyndinni að yfirgefa Nou Camp.

Martinez vill fara til Barcelona en Manchester United, Real Madrid og Paris Saint-Germain gætu bæst við í kapphlaupið um hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner