Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 27. apríl 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Wagner Ribeiro vonast til að Real Madrid kaupi Gomes
Igor Gomes í leik með Sao Paulo
Igor Gomes í leik með Sao Paulo
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Real Madrid hefur sýnt Igor Gomes, leikmanni Sao Paulo í Brasilíu, mikinn áhuga en umboðsmaður hans heldur í vonina um að Madrídingar kaupi hann í sumar.

Real Madrid hefur verslað mikið af leikmönnum frá Brasilíu síðustu áratugi en þar má nefna Roberto Carlos, Ronaldo, Robinho, Julio Baptistao, Eder Militao, Marcelo, Casemiro, Vinicius Junior, Rodrygo og nú síðast Reinier svo einhverjir séu nefndir.

Madrídingar hafa undanfarið verið að fylgjast með hinum 21 árs gamla Igor Gomes sem er á mála hjá Sao Paulo. Hann hefur vakið áhuga liða á borð við Ajax, Barcelona og Sevilla.

Wagner Ribeiro er umboðsmaðurinn hans en hann hefur komið að mörgum stórum félagaskiptum í Brasilíu. Gomes er aðsniðinn evrópska boltanum að hans sögn.

„Ég hef unnið með Igor frá því hann var 12 ára. Hann er á ratsjánni hjá mörgum stórum félögum í Evrópu. Hann er byrjunarliðsmaður hjá Sao Paulo og er svolítið öðruvísi en þeir sem spila í Brasilíu. Hann er með leikstíl sem þeir í Evrópu kunna að meta. Hann skorar mörk, byrjar sóknir og leggur upp. Hann er hinn fullkomni leikmaður," sagði Ribeiro.

„Það hefur verið rætt um að Real Madrid vilji hann en á þeim tímapunkti var ekki rétt að tala um það. Draumur minn er að fara með hann á Bernabeu. Ég kann vel við Real Madrid og ef tækifærið gefst þá væri það ánægjulegt að fara með hann þangað," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner