Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 27. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Red Bull stefnir á að kaupa FC Ufa í rússnesku deildinni
Mynd: Getty Images
Rússneskir fjölmiðlar greina frá því að Red Bull knattspyrnufjölskyldan muni teygja arma sína til Rússlands í nánustu framtíð, þar sem viðræður eru í gangi um kaup á FC Ufa.

Red Bull hefur verið að gera góða hluti í evrópska knattspyrnuheiminum þar sem RB Leipzig og Salzburg hafa farið mikinn í þýska og austurríska boltanum.

FC Ufa var stofnað árið 2010 og rétt slapp við fall úr efstu deild á síðustu leiktíð. Félagið er staðsett í borginni Ufa, sem er höfuðborg Bashkortostan lýðveldisins, eða Republic of Bashkortostan, skammstafað RB.

Eins og staðan er í dag er Ufa um miðja deild í Rússlandi, með 27 stig eftir 22 umferðir, aðeins fimm stigum frá fallsvæðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner