Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 27. maí 2021 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Álitsgjafar spá í stórleik Vals og Breiðabliks: Takturinn ekki fundinn
Blikar höfðu betur í báðum leikjum liðanna í fyrra.
Blikar höfðu betur í báðum leikjum liðanna í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elín Metta á enn eftir að skora í sumar.
Elín Metta á enn eftir að skora í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslaug Munda hefur byrjað tímabilið af miklum krafti.
Áslaug Munda hefur byrjað tímabilið af miklum krafti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur er með tíu stig.
Valur er með tíu stig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik liðanna á síðustu leiktíð.
Úr leik liðanna á síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane gerði þrennu þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í fyrra.
Sveindís Jane gerði þrennu þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa Viðarsdóttir er lykilmaður í vörn Vals.
Elísa Viðarsdóttir er lykilmaður í vörn Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea Rán er í lykilhlutverki á miðju Blika.
Andrea Rán er í lykilhlutverki á miðju Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað gera Valskonur í dag?
Hvað gera Valskonur í dag?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað gera Blikarnir?
Hvað gera Blikarnir?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allir á völlinn, takk!
Allir á völlinn, takk!
Mynd: Kristinn
Það er stórleikur í kvöld þegar Valur og Breiðablik eigast við á Origo-vellinum klukkan 18:00. Þessi tvö lið hafa verið þau langbestu á landinu undanfarin ár en sitja í öðru og þriðja sæti deildarinnar fyrir leik kvöldsins.

Fótbolti.net fékk nokkra álitsgjafa til að spá í spilin.




Helena Ólafsdóttir, Pepsi Max-mörkin
Valur 1 - 0 Breiðablik
Þá er komið að fyrsta prófi sumarsins hjá liðum Vals og Breiðabliks.
Held að ég hafi aldrei verið eins óviss hvernig liðin mæta til leiks og í þetta sinn.

Blikar hófu þetta mót með flugeldasýningu gegn Fylki þannig að maður hugsaði; þær eru bara klárar í þetta mót. Svo var þeim kippt niður á jörðina í útileik gegn ÍBV í 2. umferð. Þær komust svo aftur á sína réttu braut en ekki með neina sýningu samt.

Valsliðið hefur, eins og Blikar, tapað stigum en þær gerðu jafntefli við Þrótt í 2. umferð. Aðra leiki hafa þær unnið en alls ekki verið sannfærandi, og sérstaklega sóknarlega. Munar þá helst um að Elín Metta hefur enn ekki fundið markið eftir fjórar umferðir, en það er óvanalegt. Það er þó ekki eingöngu hægt að skrifa sóknarleik Vals á Elínu Mettu. Aðrir póstar hafa litlu skilað og það er eins og alla samvinnu vanti og margir hafa spurt sig hvaða leiðir Valur ætlar að fara í sóknarleiknum.

Mörk ráða úrslitum og það verður spennandi að sjá þessi lið mætast. Bæði lið eru með hörku varnir; Blikar þó búnar að fá á sig fleiri mörk, eða fimm og Valur þrjú. Ég held að liðið sem ætlar sér meira, þorir og sækir af krafti en samt með góðu uppleggi vinni þennan leik. Eins og er hefur mér fundist Breiðablik spila meira sem lið heldur en Valur. Blikar eru líka með kanta sem hafa getu til að splundra hvaða vörn sem er og þær hafa náð vel saman á köflum.

Ég hallast frekar að sigri Blika, 1-0. Valur er samt með lið sem á eftir að springa út. Ég held bara að þær geri það ekki í þessum leik. Alla vega spái ég ekki miklum markaleik en vona að við fáum góða skemmtun.

Mist Rúnarsdóttir, Heimavöllurinn
Valur 1 - 1 Breiðablik
Sumarið er rétt að byrja og það er strax komið að einni af mikilvægu dagsetningunum sem við merktum við á dagatalinu fyrir tímabilið. Bestu lið síðustu ára mætast og kröfurnar eru háar.

Leikmannahóparnir eru þeir best mönnuðu í deildinni þrátt fyrir að bæði lið hafi misst risa pósta. Breytingar á liðunum hafa orðið til þess að manni finnst hvorugt liðið vera búið að finna taktinn sinn. Bæði hafa þau tapað stigum og það er óvanalegt þegar um risana er að ræða. Mín tilfinning er að við fáum jafnteflisleik í þessari fyrri viðureign liðanna. Þetta verður skák líkt og í seinni leik liðanna í fyrra og ég hlakka til að sjá baráttuna á nýmótuðum miðjum beggja liða. Annars reikna ég með að miðverðir Blika og bakverðir Vals verði í mestri yfirvinnu. Tippum á að þetta fari 1-1. Elín Metta er orðin þreytt á markaleysinu og kemur heimakonum yfir með marki eftir laglegt uppspil. Ferskir og fljótir Blikar ógna en uppskera ekki jöfnunarmark fyrr en 72. mínútu þegar Tiffany skorar af markteig eftir fyrirgjöf; 1-1 og blendnar tilfinningar hjá mannskapnum eftir leik.

Orri Rafn Sigurðarson, Viaplay
Valur 2 - 4 Breiðablik
Ég er ekki frá því að Glacier taki sér ferð að austan til að styðja sínar Blikastelpur í þessum risastóra leik. Þetta verður markaleikur, sól og blíða.

Valur hefur verið að finna taktinn aðeins í síðustu tveimur leikjum, en það vantar meira upp á. Elín Metta er ekki enn komin á blað, og hefur gengið erfiðlega að skora gegn Blikum en ég held hún setji eitt í þessum leik og ég vona það fyrir hennar hönd. Clarissa, nýr leikmaður Vals, mun einnig valda smá usla fyrir vörn Blika og setja eitt. Áslaug Munda mun hins vegar eiga en einn stórleikinn og fagna inngöngu í Harvard með því að skora eitt og leggja upp tvö, og ná í þessi þrjú stig fyrir Blika. Tiffany, Agla og Þórdís Hrönn skora hin þrjú mörkin.

Ég fæ líklegast skilaboð frá Eiði Ben, þjálfara Vals, líkt um árið þegar ég spáði Blikum tveggja marka sigri. Ég stend þau skilaboð vonandi af mér líkt og þá.

Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, Kristianstad
Valur 2 - 1 Breiðablik
Þessi leikur verður áhugaverður en þessi lið spiluðu æfingaleik rétt fyrir mót sem fór 4-3 fyrir Blika. Ég er svolítið á báðum áttum með hvernig þessi leikur muni spilast.

Blikarnir hafa ekki verið alveg jafn sannfærandi og í fyrra og misstigu sig illa á móti ÍBV, og svo rétt unnu þær Tindastól 1-0. Mér hefur fundist eins Blikar hafi enn ekki alveg fundið taktinn í sínu spili, svolítið eins og þeim vanti eitthvað púsl til að allt flæði aðeins betur. Það er svosem skiljanlegt þar sem þær eru með marga nýja leikmenn og aðrar að koma til baka eftir meiðsli. Valsliðið hefur ekki heillað mig jafn mikið og ég bjóst við að þær myndu gera það sem af er sumri. Þær eru líka búnar að missa leikmenn síðan í fyrra, eins og Blikar, en þær eru þó með markmanninn sinn og kanónur eins og Elínu Mettu; vandamálið er náttúrulega að hún er ekki enn búin að finna markið. Valsliðið hefur ekki verið að yfirspila eða valta yfir liðin sem þær hafa verið að mæta eins og Blikar gerðu á móti Fylki, en ég held að Valur muni vinna þennan leik 2-1 þar sem Elín Metta kemst loksins í gang.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Örebro
Valur 2 - 1 Breiðablik
Hörkuleikur mikli tveggja góðra liða sem alltaf er beðið mikið eftir. Leikurinn mun einkennast af opnari leik heldur en við höfum áður séð á milli þessara liða og mikið af færum. Ég held samt sem áður að Valsarar vinni leikinn 2-1 með mörkum frá Elínu Mettu sem getur ekki beðið eftir því að komast á blað í sumar og Ídu Marín sem elskar að setja hann í vinkilinn. Kannski ekki sú frumlegasta hérna, en ég held að Agla María skori fyrir Blix eftir góðan undirbúning frá Mundu, en fyrir utan þetta eina mark þá læsir Sandra búrinu.

Eva Björk Benediktsdóttir, RÚV
Valur 0 - 1 Breiðablik
Leikurinn sem allir bíða eftir sumar eftir sumar. Ég held hins vegar að það sé nokkuð ljóst að þessar viðureignir verði ekki úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn eins og þessir leikir hafa verið síðustu tímabil. Selfoss heldur áfram að skrifa sig inn í titilbaráttuna og Valur og Breiðablik hafa ekki verið jafn sannfærandi og síðustu sumur í upphafi tímabilsins.

Ef tekið er mið af því hvernig tímabilið byrjar er nánast ómögulegt að spá fyrir um þennan leik en ég held hann verði mjög jafn. Blikar hafa skorað miklu meira en Valsarar í fyrstu fjórum umferðunum en ég held hins vegar að Valsliðið verjist vel á heimavelli; það verður ekki mikið skorað og allt í járnum. Ég reikna með 1-0 sigri Breiðabliks þar sem annað hvort Agla María eða Tiffany setur hann. Þá held ég að leikurinn verði töluvert opinn og ekki vöntun á færum en boltinn vilji ekki inn.

Blikar þurfa sigur eftir að hafa misstigið sig í Eyjum og ég held hann komi í kvöld. Á sama tíma tekur Selfoss hins vegar þrjú stig gegn Fylki og haldi áfram ágætis forskoti á toppnum.

Berglind Rós Ágústsdóttir, Örebro
Valur 1 - 3 Breiðablik
Sannkallaður stórleikur í dag. Eftir fyrstu umferðirnar í sumar þá hefur maður séð að bæði liðin eru á svipuðum stað sem segir okkur það að þessu leikur mun einkennast af mikilli baráttu og það eru þrjú mikilvæg stig í boði. Þetta á eftir að vera mjög skemmtilegur leikur að horfa á. Breiðablik hefur þó skorað fleiri möruk, eru mjög gráðugar að skora mörk og held að það mun skila þeim sigri í dag.

Fyrri hálfleikur mun vera mjög jafn og Elín Metta mun komast á blað og skora fyrsta mark leiksins. Breiðablik mun gefa aðeins í og Áslaug Munda mun fara illa með vörn Vals, og jafna alveg undir loks fyrri hálfleiks. Það verður mikil barátta í seinni hálfleik, en Agla María mun klára leikinn fyrir Breiðablik og skora tvennu.

Hulda Mýrdal, Heimavöllurinn
Valur 1 - 0 Breiðablik
Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja. Deildin er miklu jafnari í ár en fólk bjóst við og ég get ekki beðið eftir að mæta á völlinn í kvöld.

Í dag snýst þetta um hvaða súperleikmenn í hvoru liði settu snemma á sig nátthúfuna í gær og fengu góðan nætursvefn. Valur mun eflaust setja ökklaband á Áslaugu Mundu og Öglu Maríu sem hafa verið stórkostlegar það sem af er. Blikar munu eflaust gera það sem hefur virkað það sem af er móts, þrefalda á Elínu og reyna að halda henni áfram í núllinu. Það verður skemmtilegt að fylgjast með baráttunni á miðjunni og ég er spennt að sjá hvaða leikmönnum Pétur teflir fram í dag á miðsvæðinu gegn Andreu Rán og félögum.

En hvernig fer þetta?

Ég persónulega held að Elín sé komin með alveg feikinóg af því að hafa ekki skorað mark og nátthúfan hafi farið snemma á í gær.
Hún ákveður að losa sig úr gjörgæslu varnarmanna Blika í örskamma stund á lokamínútu leiksins og lætur vaða á Telmu fyrir utan teig. Sláin inn! Elín setur sitt fyrsta mark í sumar og allt verður vitlaust.

Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengård
Valur 1 - 1 Breiðablik
Breiðablik er í ákveðinni uppbyggingu eftir þjálfaraskipti og misst lykil leikmenn á meðan Valur hefur kannski ekki alveg náð fram þeim gæðum sem þær hafa verið með síðustu ár. Hvorugt liðið fer inn í þennan leik með fullt hús stiga eins og kannski var búist við fyrirfram þannig við eigum von á hörkuleik þar sem stigin eru algjört gull fyrir bæði lið.

Breiðablik er með ungt lið og vilja spila skemmtilegan bolta, þær hafa verið sterkar fram á við en líka fengið á sig mikið af mörkum á meðan Valur eru með reynslumeira liðið en þurfa að skerpa á sínum sóknarleik. Breiðablik mun skora en spurningin er hvort varnalína Blika geti staðið á móti ef sóknarleikur Vals smellur.

Ég spái baráttuleik þar sem liðin leggja áherslu á að spila þétt og taka ekki mikla sénsa enda tímabilið nýbyrjað og engin liða vilja tapa stigum. Agla María skorar eftir frábæran undirbúning frá Áslaugu Mundu á meðan Elín Metta nýtir tækifærið og opnar markareikninginn sinn á síðustu mínutu leiksins með glæsimarki.

Magnús Örn Helgason, Grótta
Valur 1 - 1 Breiðablik
Leikur Vals og Breiðabliks í kvöld er sannkallaður stórleikur. Þetta eru tvö best mönnuðu lið deildarinnar og þau lið sem hafa verið langbest síðustu ár. Frá 2019 og til dagsins í dag hefur Valur unnið 33 leiki af 37 í deild og Breiðablik 31 leik af 38!

Það má búast við góðum og spennandi fótboltaleik. Í raun er ömurlegt að svona viðburður í kvennaboltanum fái ekki betri leiktíma en kl. 18:00 á virkum degi.

Breiðablik hefur skorað 15 mörk það sem af er sumri og hafa Agla María og Áslaug Munda á sitthvorum kantinum verið lykilkonur í að skora og leggja upp. Ég geri ráð fyrir að Valsliðið verði vel undirbúið fyrir kantspil Blika, því ég efast um að Elísa Viðarsdóttir og Mary Alice ráði við Öglu og Áslaugu án góðrar aðstoðar. Miðjumenn Breiðabliks eru sprækir og vel spilandi en ég held að djúpir miðjumenn og miðverðir Vals í 4-2-3-1 / 4-4-2 kerfi muni koma í veg fyrir að Blikar þræði sig í gegn miðsvæðis.
Valur þarf að nýta hvert tækifæri sem gefst til að koma liði sínu fram völlinn og fjölmenna í kringum teig Blika. Eins og svo oft munu þær leita að Elínu Mettu og svo held ég að Valskonur muni ógna í föstum leikatriðum. Valur hefur skorað sjö mörk það sem af er sumri, þar af fjögur úr opnum leik og þrjú eftir horn.

Það verður áhugavert að fylgjast með Telmu Ívarsdóttur í marki Breiðabliks sem mun í kvöld spila sinn fyrsta stórleik í efstu deild. Mun hún ráða við pressuna? Einnig verður fróðlegt að sjá hvernig Pétur og Eiður stilla Valsliðinu upp, en þeir gerðu til dæmis þrjár breytingar á liðinu milli 3. og 4. umferðar.

Ég spái jafntefli í kvöld. Það hefur ekki verið sama sjálfstraustið í Val og Breiðablik líkt og síðustu ár á meðan Selfoss er á toppnum með fullt hús. Ég held því að bæði lið hræðist að tapa og muni taka fáar áhættur, að minnsta kosti til að byrja með.Ef spádómurinn minn rætist vona ég fyrir hönd þeirra fjölmörgu áhorfenda sem munu fylgjast með að niðurstaðan verði 1-1 en ekki 0-0.

Bjarni Helgason, Morgunblaðið
Valur 0 - 0 Breiðablik
Bæði lið hafa verið að hiksta í upphafi tímabilsins og hafa ekki fundið taktinn sóknarlega, svo við segjum það bara eins og það er.

Undanfarin ár hafa leikir liðanna verið hálfgerðir úrslitaleikir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en eins og fyrstu leikirnir hafa spilast er líka alveg hægt að stilla leiknum þannig upp núna að það lið sem tapar stigum sé að heltast úr lestinni í baráttunni við Selfoss um bikarinn.

Þetta er leikur sem bæði lið þurfa að vinna enda sæti í Meistaradeildinni undir sem mun gefa ríka summu í vasann eftir breytingar á keppnisfyrirkomulaginu kvennamegin.

Það sem mun vega þyngst í leiknum er sú staðreynd að hvorugt lið vill tapa og miðað við sóknarleikinn sem stórliðin hafa boðið upp á í fyrstu umferðum mótsins er erfitt að sjá eitthvað annað fyrir sér en markalaust jafntefli.
Athugasemdir
banner
banner