Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 27. maí 2021 14:15
Ívan Guðjón Baldursson
Allegri tekur við Juventus í dag
Mynd: EPA
Massimiliano Allegri tekur við Juventus í dag. Þetta segir fréttamaðurinn Fabrizio Romano sem klikkar nánast aldrei.

Andrea Pirlo verður rekinn eftir nokkuð slaka frumraun og mun Allegri taka aftur við Juve eftir að hafa verið án starfs síðan hann hætti með félagið 2019.

Allegri vann Ítalíumeistaratitilinn á hverju ári hjá Juve eftir að hann tók við félaginu af Antonio Conte. Allegri var við stjórn frá 2014 til 2019 og auk þess að vinna deildina á hverju ári komst hann tvívegis í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Allegri var orðaður við stjórastöðuna hjá Real Madrid en nú virðist Conte vera á leið þangað eftir að hafa sagt upp starfi sínu hjá Inter.
Athugasemdir
banner
banner
banner