Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 27. maí 2021 14:21
Ívan Guðjón Baldursson
Conte í viðræðum við Real Madrid
Mynd: Getty Images
Hlutirnir eru að gerast hratt í þjálfaraheiminum og er Antonio Conte á lausu eftir að hafa rúllað upp ítölsku deildinni með Inter.

Conte sagði af sér í ljósi þeirra niðurskurða sem eru framundan hjá ítölsku meisturunum og er hann sagður vera kominn í viðræður við Real Madrid eftir að Zinedine Zidane sagði af sér.

Real Madrid hefur verið orðað við Massimiliano Allegri og Mauricio Pochettino en það er Conte sem er talinn líklegasti arftaki Zidane.

Conte er 51 árs og hefur meðal annars stýrt Juventus, Chelsea og ítalska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner