Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. maí 2021 21:25
Aksentije Milisic
Ekki frágengið að Áslaug og Hildur fari í Harvard
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Blika, var spurður út í Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur og Hildi Þóru Hákonardóttur eftir stórsigurinn á Val í kvöld. Fotbolti.net greindi frá því á þriðjudaginn að þær væru á leið í Harvard háskólann í Bandaríkjunum.

„Það er kannski þeirra að svara fyrir það. Við reiknum svosem með því að þær fari þangað út en það er ekki frágengið samt. Það er best að þær svari því sjálfar," sagði Vilhjálmur í viðtali eftir leikinn í kvöld.

Áslaug Munda verður tvítug á árinu en hún getur spilað sem bakvörður og kantmaður. Hún er ein af bestu leikmönnum Pepsi Max-deildarinnar og landsliðskona.

Hildur Þóra er nýorðin tvítug og lék afskaplega vel í vörninni hjá Blikum á síðustu leiktíð. Hún á að baki 25 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Áslaug Munda var frábær í liði Breiðabliks í kvöld en hún lagði upp þrjú mörk í þessum magnaða 7-3 sigri liðsins á Hlíðarenda. Hún var valin maður leiksins hjá Fotbolti.net.

Lestu um leikinn hér!
Athugasemdir
banner
banner
banner