Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. maí 2021 23:00
Elvar Geir Magnússon
Hörður Ingi: Maður þarf að sýna að maður sé þess virði
Icelandair
Hörður Ingi í viðtali við RÚV.
Hörður Ingi í viðtali við RÚV.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hörður í leik með U21 landsliðinu.
Hörður í leik með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Ingi Gunnarsson, bakvörður FH, er í íslenska landsliðshópnum sem er að fara að mæta Mexíkó í vináttulandsleik í Bandaríkjunum aðfaranótt sunnudags.

Þessi 22 ára leikmaður var með U21 landsliðinu í lokakeppni Evrópumótsins fyrr á árinu og gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik um helgina.

Hörður viðurkennir að það hafi komið sér á óvart að vera valinn í landsliðið.

„Já þetta kom mér frekar mikið á óvart. Þetta er gríðarlegur heiður og móment sem maður þarf að nýta. Maður þarf að soga í sig alla þá reynslu sem maður getur og læra af reyndari leikmönnum. Maður þarf líka að njóta sín að vera þarna," segir Hörður.

Hann vonast til þess að þetta landsliðsval hjálpi sér einnig persónulega að komast út í atvinnumennsku.

„Auðvitað gerir maður það en það kemur ekki af sjálfu sér. Maður þarf að vinna fyrir því sjálfur og grípa gæsina og sýna að maður sé þess virði að vera keyptur erlendis. Þetta er undir manni sjálfum komið."

Var hann búinn að setja sér einhver tímamarkmið um að komast í landsliðshópinn?

„Maður er eiginlega nýkominn úr þessu lokamóti með U21 landsliðinu. Við unnum markvisst að því að komast þangað. Nú er maður orðinn of gamall fyrir það landslið og þá setti maður sér það markmið að komast í A-liðið. Kannski kemur þetta kall á undan áætlun en ég ætla að gera það besta úr þessu."

Hvernig leik býst hann við gegn Mexíkó?

„Þetta verður hörkuleikur. Þeir eru með vel mannað lið og sterkir á pappírnum. En við erum með góðan hóp og með reynslumikla menn sem hafa spilað svona leiki. Ég held að þetta verði skemmtilegt," segir Hörður Ingi Gunnarsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner