Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 27. maí 2021 13:20
Ívan Guðjón Baldursson
James Vaughan hættur þrátt fyrir 18 mörk í 28 leikjum
Mynd: Getty Images
James Vaughan, fyrrum sóknarmaður Everton, er búinn að leggja takkaskóna á hilluna eftir rúmlega 16 ár sem atvinnumaður í knattspyrnu á Englandi.

Á þessum sextán árum spilaði Vaughan fyrir þrettán mismunandi félög.

Vaughan ólst upp hjá Everton og spilaði 60 leiki fyrir félagið áður en hann var seldur til Norwich City.

Hann spilaði 13 leiki fyrir yngri landslið Englands og skoraði 5 mörk en fékk aldrei tækifærið með A-landsliðinu.

Það kemur á óvart að Vaughan sé að leggja skóna á hilluna. Hann verður 33 ára í sumar og er nýbúinn að eiga frábært tímabil með Tranmere Rovers í D-deildinni þar sem hann skoraði 18 mörk í 28 leikjum.

Honum tókst ekki að draga liðið í úrslitaleik umspilsins um sæti í C-deildinni og ákvað að hætta.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner