Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 27. maí 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jason Daði að koma sterkur inn hjá Blikum - „Geggjaður náungi"
Jason Daði Svanþórsson.
Jason Daði Svanþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jason Daði Svanþórsson er efnilegur leikmaður sem hefur komið öflugur inn í lið Breiðablik á þessari leiktíð.

Hann var fenginn frá Aftureldingu á síðasta ári eftir að hafa verið öflugur í Lengjudeildinni.

Jason Daði átti hörkuleik gegn ÍA á mánudag og var hann valinn maður leiksins af Baldvini Má Borgarssyni, fréttaritara Fótbolta.net á vellinum.

„Jassi var stórkostlegur í dag, mark, stoðsending og átti stóran þátt í helling af færum sem Blikar fengu, algjör klaufi að skora ekki annað sjálfur," skrifaði Baldvin í skýrslu sinni.

Eftir leikinn var Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, spurður að því hvað Jason kæmi með inn í lið Blika.

„Hann færir gæði fram á við, hann er með gríðarlega færni að spila einn á móti einum sóknarlega, hann færir okkur fyrirgjafir, gæði á síðasta þriðjung. Svo er hann mjög duglegur, frábær æfingamaður og geggjaður náungi. Hann færir okkur hluti innan vallar og utan vallar," sagði Óskar Hrafn.

Hér að neðan má sjá bæði viðtal við Jason og Óskar Hrafn.
Óskar Hrafn: Hefðum átt að gera út um leikinn fyrr
Jason Daði: Ætti að vera kominn með fleiri mörk
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner