fim 27. maí 2021 10:50
Elvar Geir Magnússon
Juventus að reka Pirlo og ráða Allegri
Massimiliano Allegri.
Massimiliano Allegri.
Mynd: Getty Images
Juventus hefur brugðist við vonbrigðatímabili og er að reka Andrea Pirlo og ráða Massimiliano Allegri aftur.

Juventus endaði í fjórða sæti ítölsku A-deildarinnar og féll úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Allegri stýrði Juventus 2014-19 og vann fimm meistaratitla í röð. Hann komst tvívegis í úrslitaeik Meistaradeildarinnar en tapaði í bæði skiptin.

Fjölmiðlar segja að Allegri, sem er 53 ára, hafi munnlega samþykkt að snúa aftur og muni skrifa undir samning seinna í dag.

Pirlo var við stjórnvölinn í aðeins eitt tímabil en Juventus gaf honum hans fyrsta tækifæri sem aðalþjálfari eftir að Maurizio Sarri var rekinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner